top of page

Goal Mapping

FullSizeRender.jpg

– tilgangsríkt líf –

Breyting hefur áhrif á okkur öll. Sumir óttast breytingar og forðast að horfast í augu við þær, eins og ég kannast svo sannarlega við meðan aðrir umfaðma breytingar og finna ný tækifæri til að vaxa og dafna.

Af hverju erum við svona misjöfn og hvað getum við gert til að bæta úr?

Ég kynntist Goal mapping fyrir 12 árum og var fljót að tileinka mér aðferðafræðina.
Ég heillaðist algerlega að einfaldleikanum og vísindunum að baki jákvæðrar hugsunar.

Á tímum breytinga, upplifum við margar mismunandi tilfinningar,

sumar kunnuglegar og aðrar algerlega framandi fyrir okkur.

Hvernig við bregðumst við er fullkomlega á okkar valdi. Við ein tökum ábyrgð á okkur sjálfum með því að stjórna hugsunum, orðum og gjörðum okkar meðvitað.

Goal Mapping er einföld og skemmtileg aðferð við markmiðasetningu og einstaklega áhrifarík fyrir bæði persónuleg og andleg markmið

Goal Mapping vinnur að því að þróa styrkjandi hugarfar, vinningsviðhorf og árangursríkar venjur sem skapa árangur hjá einstaklingi, hóp eða jafnvel í heilu samfélagi.

Þessi einstaka nálgun er hönnuð til að tengja val þitt, þessi meðvituðu markmið, við undirmeðvitundina. Undirmeðvitund þín virkar eins og hjálpleg sjálfstýring.

"IF YOU THINK YOU CAN DO A THING

OR YOU THINK YOU CAN'T DO A THING,

EITHER WAY YOU ARE RIGHT."

– Henry Ford –

bottom of page